Fegurð Margir veitingastaðir eru til en fáir jafn góðir og dýrir og Agern.
Fegurð Margir veitingastaðir eru til en fáir jafn góðir og dýrir og Agern. — Morgunblaðið/Sverrir
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.

Börkur Gunnarsson

borkur@mbl.is

„Þetta er Osló við Hudson-ána,“ sagði Pete Wells, gagnrýnandi veitingastaða hjá New York Times, á þriðjudaginn um veitingastað í New York sem hann heimsótti, þar sem Íslendingurinn Gunnar Gíslason sér um matseldina.

Hudson-áin er lífæð New York-borgar og á henni byggði borgin veldi sitt sem stendur enn í dag.

Matur í hjarta New York

Agern heitir veitingastaðurinn sem Gunnar vinnur á og er staðsettur á 89 42. stræti austanmegin og fer Wells fögrum orðum um matseldina þar.

Gagnrýnandinn talar mikið um hversu heimilisleg tilfinningin sé á staðnum. Hann notar orðin „skandinavísk stemming“ og mælir sérstaklega með kjötinu á staðnum og kartöflusalatinu. Að ekki sé talað um svínahnakkann.

En hann varar við því að staðurinn sé mjög dýr.

Fatlaðir komast í veisluna

Eins og í skandinavískri stemmingu þá bendir hann á hve aðgengi fatlaðra sé gott að staðnum.

Hann gefur veitingastaðnum þrjár stjörnur. En í leiðbeiningum kemur fram að núll sé glatað, ein stjarna sé gott, tvær stjörnur sé mjög gott, þrjár stjörnur sé frábært og fjórar stjörnur sé afburðagott.