Hádegisganga Þátttakendur skoða blóm og fara í heimsókn til býflugnanna.
Hádegisganga Þátttakendur skoða blóm og fara í heimsókn til býflugnanna.
Mörgum stendur stuggur af býflugum og geitungum og forða sér um leið og þeirra verður vart.
Mörgum stendur stuggur af býflugum og geitungum og forða sér um leið og þeirra verður vart. Þessi fleygu skordýr eru fjarri því að vera einhverjir ónytjungar, eins og þeir sem skella sér í fylgd sérfræðinga í hádegisgöngu um Grasagarð Reykjavíkur í Laugardal kl. 12 í dag, fimmtudag 4. ágúst, munu komast að raun um. Að minnsta kosti ætti öllum að finnast þeir óhultir undir leiðsögn þeirra Jónu Valdísar Sveinsdóttur, yfirgarðyrkjufræðings hjá Grasagarðinum, og Tómasar Óskars Guðjónssonar, forstöðumanns Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, sem leið gönguna og fara með þátttakendum í heimsókn til býflugnanna auk þess sem litið verður til humla og geitunga og þau blóm skoðuð sem gagnast þessum duglegu flugum síðla sumars. Svo er aldrei að vita nema hunangssmakk úr Laugardalnum verði í boði fyrir áhugasama. Lagt verður upp í gönguna við aðalinngang Grasagarðsins. Gangan er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Býflugnaræktendafélags Íslands og Garðyrkjufélags Íslands.