Löggæsla Stór hluti lögreglumanna verður nú vopnaður við dagleg störf.
Löggæsla Stór hluti lögreglumanna verður nú vopnaður við dagleg störf. — AFP
„Við munum fjölga vopnuðum lögreglumönnum um 600. Þeir verða á bílum, mótorhjólum, bátum og í lofti,“ sagði Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, í samtali við fréttamann Reuters .

„Við munum fjölga vopnuðum lögreglumönnum um 600. Þeir verða á bílum, mótorhjólum, bátum og í lofti,“ sagði Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, í samtali við fréttamann Reuters . Vísar hann þar til þeirrar ákvörðunar yfirvalda að stórauka almenna löggæslu í borginni vegna vaxandi hættu á hryðjuverkum.

Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegra hryðjuverka í Bretlandi og Lundúnum er í næsthæsta þrepi, en það merkir að líkur á árás þar séu „mjög miklar“. Yfirvöld í Bretlandi segja þá ákvörðun að vopna lögreglumenn nú hafa verið tekna í kjölfar þeirra fjölmörgu ódæðisverka sem framin hafa verið í Evrópu undanfarnar vikur og mánuði. Ekki sé um að ræða sérstaka aðgerð til að bregðast við nýjum upplýsingum um yfirvofandi árás.

„Allir þeir sem fylgst hafa með atburðum í Evrópu undanfarnar vikur munu skilja hvers vegna við viljum sýna staðfestu okkar í að vernda almenning,“ sagði Bernard Hogan-Howe, lögreglustjóri í Lundúnum, í yfirlýsingu sinni.

Breska lögreglan hefur til þessa verið að mestu án skotvopna við dagleg störf. Hogan-Howe segir þá öryggisógn sem nú er uppi hins vegar kalla á önnur úrræði. „Sá veruleiki að þurfa að eiga við vopnaða og lífshættulega árásarmenn kallar á vopnaða lögreglu sem beitir valdi til að stöðva þessa árásarmenn“.

khj@mbl.is