Warthog Þota af sömu gerð á flugi.
Warthog Þota af sömu gerð á flugi.
Bandarískar orrustuþotur af gerðinni A-10 Thunderbolt, yfirleitt kallaðar Warthog, æfðu lendingu og flugtak á þjóðvegum í Eistlandi.

Bandarískar orrustuþotur af gerðinni A-10 Thunderbolt, yfirleitt kallaðar Warthog, æfðu lendingu og flugtak á þjóðvegum í Eistlandi. Er um að ræða æfingaverkefni á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) þar sem flugmenn aðildarríkjanna æfa við ólíkar aðstæður.

„Þetta er einstök geta sem aðeins þessi flugvél hefur þegar kemur að því að nota stutta og þrönga vegkafla sem flugbraut,“ sagði Greg Eckfeld, ofursti í bandaríska flughernum, í frétt sem birt er á heimasíðu NATO.

„Við hófum fyrir skemmstu aðgerðir í Eistlandi til að styrkja samstarf okkar við þarlendar hersveitir. Þetta veitir flugmönnum okkar færi á að fljúga í Eistlandi og Lettlandi og venjast landslaginu,“ sagði hann.