[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þ órir Þorbjarnarson var stigahæsti leikmaður íslenska U18 landsliðsins í körfubolta í gær þegar liðið sigraði Hollendinga 77:66 á Evrópumótinu sem fram fer í Makedóníu.

Þ órir Þorbjarnarson var stigahæsti leikmaður íslenska U18 landsliðsins í körfubolta í gær þegar liðið sigraði Hollendinga 77:66 á Evrópumótinu sem fram fer í Makedóníu. Sigurinn dugði þó ekki til að komast í 8-liða úrslit mótsins en strákarnir höfnuðu í þriðja sæti C-riðils, á eftir Tékkum og Eistum.

Egyptinn Mohamed Salah hefur verið seldur frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea til ítalska úrvalsdeildarliðsins Roma.

Hinn 24 ára gamli Salah var í láni hjá Rómarliðinu á síðustu leiktíð og nú hefur hann endanlega skipt um vinnustað.

Kaupverðið er ekki gefið upp en Salah stóð sig mjög vel hjá Roma, þar sem hann skoraði 14 mörk í 34 leikjum. Hann lék aðeins 13 leiki með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og skoraði tvö mörk.

Salah skrifaði undir fimm ára samning hjá Chelsea í janúar 2014 og kostaði Lundúnaliðið þá 11 milljónir punda.

G unnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks varð í gærkvöld þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í sögu deildakeppni Íslandsmótsins í knattspyrnu þegar hann varði mark Kópavogsliðsins gegn Fylki í Pepsi-deild karla.

Gunnleifur, sem varð 41 árs í júlí, lék í gærkvöld sinn 365. leik á Íslandsmótinu og fór upp fyrir Vilberg Jónasson sem lék stærstan hluta síns ferils með Leikni á Fáskrúðsfirði. Þeir einu sem hafa leikið fleiri leiki en Gunnleifur eru Gunnar Ingi Valgeirsson frá Hornafirði, sem er kominn með 402 leiki og spilar enn með GG frá Grindavík í 4. deild, og Mark Duffield sem lék 400 leiki á árunum 1980 til 2006.

Englandsmeistarar Leicester þéttu í dag raðir sínar með kaupum á pólska kantmanninum Bartosz Kapustka frá Cracovia en kaupverðið er 7,5 milljónir punda.

Kapustka, sem er 19 ára gamall, samdi við meistarana til fimm ára og er hann fimmtu kaup liðsins í sumar.

Kapustka er pólskur landsliðsmaður og vann sér inn sæti í landsliðinu með góðri frammistöðu með Cracovia en þar lék hann 63 leiki og skoraði 8 mörk.

Hann lék með Póllandi á EM í Frakklandi og tók þátt í öllum leikjum liðsins.

Önnur kaup Leicester í sumar eru þeir Luis Hernandez, Ron-Robert Zieler, Nampalys Mendy og Ahmed Musa.

Manchester City keypti í dag brasilíska táninginn Gabriel Jesus frá Palmeiras í heimalandi hans á 27 milljónir punda.

Jesus gerir fimm ára samning við City en hann kemur ekki í raðir þess fyrr en í desember þegar tímabilið í Brasilíu klárast.

Jesus er afar efnilegur leikmaður og Barcelona var einnig sagt hafa haft áhuga á kappanum. Hann var valinn efnilegastur í deildinni á síðustu leiktíð og er í landsliði Brasilíu sem keppir á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro.