[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
tækni Samsung Galaxy Note 7 var kynntur í gær en hann tekur við af Samsung Galaxy Note 5. Samsung stekkur því yfir raðnúmerið Note 6 af einhverjum ástæðum. Note 7 er ekki ólíkur S7 Edge síma fyrirtækisins í útlit.

tækni Samsung Galaxy Note 7 var kynntur í gær en hann tekur við af Samsung Galaxy Note 5. Samsung stekkur því yfir raðnúmerið Note 6 af einhverjum ástæðum. Note 7 er ekki ólíkur S7 Edge síma fyrirtækisins í útlit. Skjárinn er 5,7 tommur og segja gagnrýnendur að snjalltækið fari einstaklega vel í hönd en hönnunin er mjög dæmigerð fyrir Samsung.

Skjáupplausnin er 2560 x 1440 quad HD, svo þar er ekki mikið um nýjungar en örgjörvinn hefur verið uppfærður státar nú af octa-core 2.3GhZ quad + 1.6GHz quad. Þá kemur snjalltækið með 64GB minniskorti sem hægt er að stækka upp í 256GB. Hægt verður að opna tækið með augnskanna en hann er sagður virka einstaklega vel og er skemmtileg viðbót við öryggislæsingu tækisins. Eins er hægt að takmarka aðgang að einstaka forritum við notendur en þannig geta margir notað saman tækið án þess að eiga á hættu að verið sé að rugla stillingum í einstaka forriti eða hreinlega einhver að hnýsast í persónuleg gögn.