Alþýðleg Lára Sóley og Hjalti munu spila fyrir gesti í Hofi í kvöld kl. 20.
Alþýðleg Lára Sóley og Hjalti munu spila fyrir gesti í Hofi í kvöld kl. 20.
Þriðju fimmtudagstónleikar sumarsins í tónleikaröð 1862 Nordic Bistro og Menningarfélags Akureyrar fara fram í kvöld í Hofi á Akureyri.

Þriðju fimmtudagstónleikar sumarsins í tónleikaröð 1862 Nordic Bistro og Menningarfélags Akureyrar fara fram í kvöld í Hofi á Akureyri. Þau Lára Sóley Jóhannsdóttir, Daníel Þorsteinsson og Hjalti Jónsson munu flytja klassískar söngperlur og létta fiðlusmelli í Hömrum en gestir munu einnig geta gætt sér á veitingum bístrósins á meðan á tónleikunum stendur.

Miðasala fer fram á mak.is og í Hofi tveimur tímum fyrir tónleika en miðinn kostar 2.500 krónur. Sóley er fiðluleikari og spilar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún var einnig bæjarlistamaður Akureyrar árið 2015 og hélt á því tímabili tónleika fyrir fullu húsi í Akureyrarkirkju liðið vor.

Daníel Þorsteinsson píanisti hefur meðal annars stjórnað Sinfóníuhljómsveit Norðurlands en árið 2000 var hann einnig útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar. Þá er Hjalti Jónsson söngmaður og gítarleikari.