— Morgunblaðið/Sverrir
4. ágúst 1796 Hannes Finnsson biskup lést, 57 ára. Hann var Skálholtsbiskup frá 1777. Hannes var talinn fjölmenntaðasti maður hér á landi á sínum tíma. Af ritum hans má nefna Um mannfækkun af hallærum á Íslandi. 4.

4. ágúst 1796

Hannes Finnsson biskup lést, 57 ára. Hann var Skálholtsbiskup frá 1777. Hannes var talinn fjölmenntaðasti maður hér á landi á sínum tíma. Af ritum hans má nefna Um mannfækkun af hallærum á Íslandi.

4. ágúst 1928

Ásta Jóhannesdóttir synti fyrst kvenna frá Viðey til Reykjavíkur, fjögurra kílómetra leið, á tæpum tveimur klukkustundum. „Frækilegt sund,“ sagði Morgunblaðið.

4. ágúst 1931

Alexander Aljechin tefldi fjöltefli í Reykjavík, vann 32 skákir (þar af tvær blindskákir), gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum skákum. Hann var heimsmeistari í nær tvo áratugi.

4. ágúst 2005

Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson luku göngu í kringum landið undir kjörorðinu „Haltur leiðir blindan“. Gangan tók 46 daga.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson