Allt í einu duttu mér í hug gamlar öfugmælavísur sem mér fannst rétt að væri haldið til haga. Það eru þessar vísur: Séð hef ég hest með orf og ljá úti á túni vera að slá, hátt í lofti heyrði ég þá hund og tófu kveðast á.

Allt í einu duttu mér í hug gamlar öfugmælavísur sem mér fannst rétt að væri haldið til haga. Það eru þessar vísur:

Séð hef ég hest með orf og ljá

úti á túni vera að slá,

hátt í lofti heyrði ég þá

hund og tófu kveðast á.

Séð hef ég köttinn syngja á bók,

selinn spinna hör á rokk,

skötuna elta skinn í brók,

skúminn prjóna smábandssokk.

Margrét Björnsdóttir,

Skjóli.