Maðurinn skipulagði ekki árás.
Maðurinn skipulagði ekki árás.
Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur handtekið lögreglumann í Washington D.C. og er honum gefið að sök að vera stuðningsmaður vígasamtaka Ríkis íslams. Er það fréttastofa CNN sem greinir frá þessu.

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur handtekið lögreglumann í Washington D.C. og er honum gefið að sök að vera stuðningsmaður vígasamtaka Ríkis íslams. Er það fréttastofa CNN sem greinir frá þessu.

Maðurinn sem um ræðir heitir Nicholas Young og var handtakan gerð í kjölfar eftirlits alríkislögreglunnar með honum, en eftirlitið stóð yfir í um heilt ár. Er þetta í fyrsta skipti sem lögreglumaður er handtekinn í Bandaríkjunum og sakaður um að vera hliðhollur áðurnefndum vígasamtökum.

Young er sagður hafa stutt samtökin með því að senda þeim fé. Ekki er talið að hann hafi lagt á ráðin um árás í Bandaríkjunum.