Splash Channing Tatum hefur komið víða við en mun nú leika hafmann.
Splash Channing Tatum hefur komið víða við en mun nú leika hafmann.
Kvikmyndaleikarinn Channing Tatum, sem gerði garðinn frægan í Magic Mike-myndunum vinsælu, kemur til með að leika hafmann í endurgerð myndarinnar Splash sem upphaflega leit dagsins ljós árið 1984.

Kvikmyndaleikarinn Channing Tatum, sem gerði garðinn frægan í Magic Mike-myndunum vinsælu, kemur til með að leika hafmann í endurgerð myndarinnar Splash sem upphaflega leit dagsins ljós árið 1984. Stígur hann þar inn í hlutverkið sem leikkonan Darryl Hannah fór með í upphaflegu myndinni. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Í myndinni frá árinu 1984 lék leikarinn Tom Hanks mann sem bjargað var frá drukknun sem ungum dreng en bjargvættur hans var hafmeyja, sem hann hittir svo tuttugu árum síðar. Er myndin rómantísk gamanmynd og snýst um það hvort maðurinn ákveður að vera um kyrrt á landi eða elta hafmeyjuna út á haf. Myndin var upphaflega tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta handritið.

Channing Tatum stígur því inn í hlutverk hafmeyjunnar sem hafmaður en fréttir herma að mótleikari hans í myndinni verði leikkonan Jillian Bell. Þau hafa áður leikið saman í myndinni 22 Jump Street sem náði miklum vinsældum í kvikmyndahúsum.

Ron Howard, sem leikstýrði upphaflegu myndinni, mun framleiða endurgerðina ásamt Tatum sjálfum.