Haustið 2015 voru 5,4% starfsfólks, 261 starfsmaður, við grunnskólakennslu án kennsluréttinda. Þetta hlutfall var lægst í Reykjavík þar sem það var 2,4%.
Haustið 2015 voru 5,4% starfsfólks, 261 starfsmaður, við grunnskólakennslu án kennsluréttinda. Þetta hlutfall var lægst í Reykjavík þar sem það var 2,4%. Hæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem sjötti hver kennari var án kennsluréttinda eða 16,9% og næsthæst á Suðurnesjum, 14,5%. Hlutfall kennara án kennsluréttinda lækkaði á Vesturlandi og Norðurlandi frá fyrra ári og hélst óbreytt á Austurlandi. Ólafur Loftsson segir ekkert eitt tiltekið svar við þessum mun á milli landshluta. „Það er ljóst að ef kennurum án réttinda fjölgar, þá fækkar réttindakennurum. Það er miklu auðveldara að fá betur launuð störf núna en fyrir nokkrum árum og þetta er ein birtingarmyndin af því.“