Forritið Stjórnendur þurfa í vaxandi mæli að glíma við þá áskorun að stýra hópi sem er dreifður um allan heim.

Forritið Stjórnendur þurfa í vaxandi mæli að glíma við þá áskorun að stýra hópi sem er dreifður um allan heim. Kannski er forritarinn í Bangkok en grafíski hönnuðurinn í Anchorage, á meðan bókarinn lætur fara vel um sig á Spáni og söluteymið vinnur vinnuna sína frá Moskvu.

Fjarvinnan hefur bæði kosti og galla, en þegar hópurinn er líka á ólíkum tímabeltum getur það bætt við aukalagi af fyrirhöfn.

Er of snemmt að hringja til Miami? Eru allir farnir að sofa í Sjanghæ? Hvað um þennan sem er stöðugt á ferðinni – er hann núna í Buenos Aires eða ílengdist hann í Höfðaborg?

Timezone.io er opinn hugbúnaður sem á að hjálpa til við þessar aðstæður. Þar má fá mjög skýra sýn yfir hvar fólk er statt og hvað klukkan er á hverju tímabelti.

Forritið er enn í frumútgáfu en til stendur að bæta við tengimöguleikum við Slack og Chrome og búa til sérstakt app fyrir Mac-notendur. Þá er fyrirhugað að bæta við tólum sem auðvelda skipulagningu fjarfunda. ai@mbl.is