Minnismerki Regnbogafáni hefur verið málaður á vegg húss í Hafnarfirði.
Minnismerki Regnbogafáni hefur verið málaður á vegg húss í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær hefur látið mála vegg hússins við Strandgötu 4 í litum baráttufána hinsegin fólks sem minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegin fólks.

Hafnarfjarðarbær hefur látið mála vegg hússins við Strandgötu 4 í litum baráttufána hinsegin fólks sem minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegin fólks.

Fram kemur í tilkynningu frá bænum, að á sama tíma eigi veggurinn að vera áminning um áframhaldandi baráttu fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum fyrir alla.

Verkefnið var unnið í samstarfi við Bersann, félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði.

Í tilkynningunni segir, að Hafnarfjarðarbær hafi tekið virkan þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga síðustu ár. Búist er við að um 30 ungmenni á aldrinum 15 til 22 ára leiði framlag Hafnarfjarðarbæjar til gleðigöngunnar í ár undir stjórn Jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Haft er eftir Haraldi L. Haraldssyni bæjarstjóra að Hafnarfjarðarbær hafi gert samning við Samtökin 78 á síðasta ári um fræðslustarf sem hafi það að markmiði að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegin fólks. Fræðslan hefst í grunnskólum Hafnarfjarðar nú í haust.