Sirkus Íslands Sirkus Íslands mætir á svæðið og sýnir sirkusbrögð.
Sirkus Íslands Sirkus Íslands mætir á svæðið og sýnir sirkusbrögð. — Morgunblaðið/Golli
Hið árlega Grímsævintýri hefst kl. 13 laugardaginn 6. ágúst á Borg í Grímsnesi. Boðið verður upp á þétta og fjölbreytta dagskrá. Tombólan verður á sínum stað, en hún verður haldin í 90. sinn og á því stórafmæli í ár.

Hið árlega Grímsævintýri hefst kl. 13 laugardaginn 6. ágúst á Borg í Grímsnesi. Boðið verður upp á þétta og fjölbreytta dagskrá. Tombólan verður á sínum stað, en hún verður haldin í 90. sinn og á því stórafmæli í ár. Allur ágóði rennur til góðgerðar- og líknarmála innanlands. Leikfélagið Borg skemmtir gestum. Persónur úr Grimmsævintýrum lifna við og mæta á svæðið. Sirkus Íslands fer á kostum með glensi og gríni og margt fleira mætti tína til.

Handverks- og matarmarkaður verður í íþróttahúsinu, bókamarkaðurinn verður á staðnum, Hjálparsveitin Tintron sýnir tækin sín og tól og skátarnir á Úlfljótsvatni verða með útieldhús þar sem hægt verður að poppa popp og baka hike-brauð yfir opnum eldi. Blöðrur, andlitsmálning, candy floss, frítt í sund og tilboð á ís í Verzluninni á Borg.

Tjaldstæði er á staðnum.

Aðgangur að hátíðinni er ókeypis.

Kvenfélag Grímsneshrepps stendur fyrir hátíðinni, en aðalstyrktaraðili er Grímsnes- og Grafningshreppur.