Frans páfi.
Frans páfi.
Frans páfi hvatti í gær alla íþróttamenn sem nú eru á leið á Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu til að sýna drengskap og standa saman í stað þess að hugsa einungis um verðlaunagripi.

Frans páfi hvatti í gær alla íþróttamenn sem nú eru á leið á Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu til að sýna drengskap og standa saman í stað þess að hugsa einungis um verðlaunagripi.

„Ég vona að andi Ólympíuleikanna verði öllum innblástur, þátttakendum jafnt sem áhorfendum, til að keppa heiðarlega og ljúka um leið keppnisgreinum í sameiningu,“ sagði Frans páfi er hann ávarpaði hóp pílagríma við Vatíkanið í Róm.

Sagði hann markmið Ólympíuleikanna vera skýrt; að koma á og viðhalda siðmenningu þar sem samstaða ríkir á grunni þeirrar vitundar að mannkyn allt sé ein fjölskylda, óháð menningu, húðlit og trúarbrögðum.

„Heiminn þyrstir í samstöðu, umburðarlyndi og sættir,“ sagði hann og bætti því að veröldin væri nú „sjúk og grimm“. khj@mbl.is