Vinnumarkaður Útlendingum hefur fjölgað verulega frá í fyrra.
Vinnumarkaður Útlendingum hefur fjölgað verulega frá í fyrra. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Að þessu sinni voru 277.606 einstaklingar á skattgrunnskrá eða 5.800 fleiri en í fyrra. Þetta er talsvert meiri fjölgun en í fyrra en þá fjölgaði einstaklingum á skattgrunnskrá um 3.355. Árið 2013 fjölgaði hins vegar um 4.258.

Að þessu sinni voru 277.606 einstaklingar á skattgrunnskrá eða 5.800 fleiri en í fyrra.

Þetta er talsvert meiri fjölgun en í fyrra en þá fjölgaði einstaklingum á skattgrunnskrá um 3.355. Árið 2013 fjölgaði hins vegar um 4.258. Árin 2009 og 2010 fækkaði framteljendum á skattgrunnskrá um 6.730. Framteljendum hefur hins vegar fjölgað aftur um 16.842, eða 6,5%, frá árinu 2010 og hafa þeir aldrei verið fleiri en nú.

Á uppgangsárunum fyrir hrun fjölgaði erlendum ríkisborgurum mjög mikið en árið 2007 voru þeir orðnir 30.435, eða um 11,5%, framteljenda á skattgrunnskrá. Í hruninu fækkaði þeim svo aftur en fram til ársins 2011 fækkaði erlendum ríkisborgurum um 10.919, eða 35,9%.

Þeir voru þá um 7,5% framteljenda á skattgrunnskrá. Síðan hefur erlendum ríkisborgurum aftur fjölgað um 8.793, eða um 45,1%. Árið 2015 voru 28.309 erlendir ríkisborgarar á skattgrunnskrá en þeir voru þá 10,2% framteljenda á grunnskrá.

Það er athyglisvert að frá árinu 2011 hefur framteljendum á skattgrunnskrá fjölgað um 15.836 og því var ríflega helmingur, eða 55,5%, fjölgunar á grunnskrá vegna erlendra ríkisborgara.

Árið 2015 fjölgaði Pólverjum mest allra á skattgrunnskrá, um 1.709, eða 17,5%. Litháum fjölgaði um 231, sem var fjölgun um 15% og Rúmenum um 170, eða 54,8%. Spánverjum og Tékkum fjölgaði um 161 og 153 sem er fjölgun um 29,9% og 44,2%. Bretum, Frökkum og Þjóðverjum fjölgaði einnig mikið á grunnskrá árið 2015, Bretum um 139, eða 17,8%, Frökkum um 137, eða 30,9%, og Þjóðverjum um 132 eða 11,5%.