Dýr og reykur Hvalskoðun hefur gengið afbragðsvel frá Húsavík.
Dýr og reykur Hvalskoðun hefur gengið afbragðsvel frá Húsavík. — Morgunblaðið/RAX
Í gær kom upp reykur í hvalskoðunarbáti á Skjálfanda skammt frá Húsavík. Frá Húsavík fara fram einhverjar árangursríkustu hvalskoðanir landsins og er ásókn í þessa ferðaþjónustu þar á bæ töluvert mikil.

Í gær kom upp reykur í hvalskoðunarbáti á Skjálfanda skammt frá Húsavík.

Frá Húsavík fara fram einhverjar árangursríkustu hvalskoðanir landsins og er ásókn í þessa ferðaþjónustu þar á bæ töluvert mikil.

Ekki var raunveruleg hætta á ferðum þegar reykur kom upp í bátnum samkvæmt Guðbjarti Ellert Jónssyni, framkvæmdastjóra Norðursiglingar.

Báturinn sigldi örugglega í höfn undir eigin vélarafli

Það sem olli reyknum að sögn Guðbjarts var að nýlega hafði verið skipt um klæðningu á pústinu í bátnum og hafði lekið vatn að pústinu þannig að myndaðist reykur eða gufa þegar vatn komst að pústinu sem var heitt.

„Báturinn var bara á heimleið og allir voru rólegir og yfirvegaðir og enginn fór úr bátnum þó að björgunarsveit og allt tiltækt lið hafi verið kallað til,“ segir Guðbjartur.

Skipstjórinn var samt ánægður með hárrétt viðbrögð og að viðbragðsáætlun hafi verið sett í gang.

„Viðbragðsáætlun á Húsavík er mjög góð og viðbrögð starfsfólks Norðursiglingar voru þess eðlis að eftir að tilkynnt var um þetta er almenna reglan sú að það er bara ræst út lið,“ sagði Guðbjartur.En frá því er sagt í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu að í framhaldinu sigldi áhöfn bátsins til hafnar undir eigin vélarafli og engan sakaði.

Um borð voru 33 farþegar og tveggja manna áhöfn.