Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju, leikur tvær franskar orgelsvítur á tónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju í dag kl. 12.

Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju, leikur tvær franskar orgelsvítur á tónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju í dag kl. 12.

„Fyrri svítan, Suite du Deuxieme Ton, er samin um 1710 og er eftir barokktónskáldið Louis-Nicolas Clérambault. Sú síðari er sjálf Gotneska svítan eftir Léon Boëllmann frá síðari hluta 19. aldar, eitthvert tilþrifamesta orgelverk sem samið hefur verið og er þá sérstaklega lokakafli svítunnar, tokkatan dramatíska, þekkt. Gotneska svítan telst vera uppistöðuverk í orgeltónbókmenntunum og er ávallt fengur að því að heyra hana flutta á hið magnaða Klais-orgel Hallgrímskirkju,“ segir í tilkynningu frá tónleikahöldunum.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og eru hálf klukkustund. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og verða miðar seldir við innganginn frá kl. 11 í dag.