Öryggi Ísraelskar öryggissveitir takast á við palestínska mótmælendur.
Öryggi Ísraelskar öryggissveitir takast á við palestínska mótmælendur. — AFP
Ísraelska þingið hefur nú samþykkt ný lög sem heimila fangelsisdóma yfir ungmennum, allt niður í 12 ára aldur, sem fundin eru sek um brot tengd hryðjuverkum.

Ísraelska þingið hefur nú samþykkt ný lög sem heimila fangelsisdóma yfir ungmennum, allt niður í 12 ára aldur, sem fundin eru sek um brot tengd hryðjuverkum. Fréttaveita AFP greinir frá því að þetta sé gert í kjölfar síendurtekinna árása frá hendi ungra Palestínumanna.

Nýju lögin taka m.a. til ofbeldisverka á borð við morð og tilraunir til morðs. Mannréttindasamtök í Ísrael, B'Tselem, gagnrýna lögin mjög og segja þau svipta ungt fólk framtíðinni. khj@mbl.is