Bannað Búrkíní-sundfatnaðurinn var bannaður í ýmsum frönskum bæjum, meðal annars Villeneuve-Loubet. Æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands vísaði banni bæjarins hins vegar frá í gær. Niðurstaðan kann að setja fordæmi fyrir aðra bæi Frakklands sem hafa lagt bann við búrkíní.
Bannað Búrkíní-sundfatnaðurinn var bannaður í ýmsum frönskum bæjum, meðal annars Villeneuve-Loubet. Æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands vísaði banni bæjarins hins vegar frá í gær. Niðurstaðan kann að setja fordæmi fyrir aðra bæi Frakklands sem hafa lagt bann við búrkíní. — AFP
Banni gegn búrkíní-sundfatnaði sem sett var á í bænum Villeneuve-Loubet í Frakklandi var vikið til hliðar af æðsta stjórnsýsludómstóli Frakklands.

Banni gegn búrkíní-sundfatnaði sem sett var á í bænum Villeneuve-Loubet í Frakklandi var vikið til hliðar af æðsta stjórnsýsludómstóli Frakklands. Í röksemdum dómstólsins segir að bannið sé alvarlegt og brjóti bersýnilega gegn grundvallarréttindum, svo sem trúfrelsi. Stjórnvöld hafa ekki leyfi til að skerða frelsi einstaklingins án þess að sanna að almannahagsmunir krefjist þess.

Líklegt er að öll búrkíníbönn í bæjarfélögum Frakklands verði afturkölluð, en dómstóllinn mun taka endanlega ákvörðun um lögmæti bannsins síðar. Þó hafa margir bæjarstjórar í Frakklandi lýst því yfir að bannið muni standa þrátt fyrir niðurstöðu dómsins í gær.

Fólk sem hefur verið sektað vegna reglunnar getur kallað eftir endurgreiðslu að sögn lögfræðings fyrir utan réttarsalinn.