Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur tekið þá ákvörðun að koma heim til Íslands næsta vetur og leika í Dominos-deildinni. Netmiðillinn Karfan.is hafði þetta eftir Jóni í gær. Jón lék síðast hérlendistímabilið 2008-2009 og varð þá Íslandsmeistari með KR. Síðan þá hefur Jón leikið með spænsku liðunum Granada, Zaragoza, Málaga og Valencia í efstu deild þar í landi.
Jón sagði í viðtali við Morgunblaðið í maí að góðar líkur væru á því að fjölskyldan myndi flytja heim til Íslands í sumar. Nú virðist það vera að ganga eftir. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa mörg félög hér heima sett sig í samband við Jón en ekki liggur fyrir hvort formlegar samningaviðræður hafi átt sér stað. kris@mbl.is