Hæfileikarík Alls leika um 65 ungir hljóðfæraleikarar á aldrinum 15 til 25 ára í blásarasveitinni Verbandsjugendorchester Hochrhein frá Þýskalandi.
Hæfileikarík Alls leika um 65 ungir hljóðfæraleikarar á aldrinum 15 til 25 ára í blásarasveitinni Verbandsjugendorchester Hochrhein frá Þýskalandi.
Blásarasveitin Verbandsjugendorchester Hochrhein frá Þýskalandi heldur tónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag, laugardag, kl. 16 og í Langholtskirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 19.30.

Blásarasveitin Verbandsjugendorchester Hochrhein frá Þýskalandi heldur tónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag, laugardag, kl. 16 og í Langholtskirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 19.30.

„Hljómsveitin telur alls um 65 unga hljóðfæraleikara á aldrinum 15 til 25 ára og má segja að hér sé úrvalsfólk á ferð því hljóðfæraleikararnir eru handvaldir úr 120 blásarasveitum frá Hochrhein-svæðinu í suðurhluta Þýskalands,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Hún var stofnuð árið 1986 með það að markmiði að gefa ungum hljóðfæraleikurum tækifæri til að leika krefjandi tónlist í háum gæðaflokki. „Á efnisskránni eru því verk úr sinfóníska geiranum jafnt sem samtímatónlist í bland við léttari tónlist og djassaðar tónsmíðar. Hápunktur hvers starfsárs hjá þeim er tónleikaferð til útlanda þar sem þau tjalda til öllu því besta af efnisskránni sinni.“

Stjórnandi Verbandsjugendorchester Hochrhein undanfarin 20 ár er Englendingurinn Julian Gibbons, sem bæði er vel menntaður og reyndur hljómsveitarstjóri og hornleikari. Gibbons er jafnframt stofnandi sinfóníuhljómsveitarinnar TriRhenum í Sviss og forsvarsmaður BISYOC Intercultural Youth Orchestral Exchange í Englandi með yfir 80 þátttakendum frá tíu löndum.