Sigurbjörg Magnúsdóttir
Sigurbjörg Magnúsdóttir
Sigurbjörg segir að staða feðra á vinnumarkaði hafi lítið verið rannsökuð. Full þörf sé á fleiri rannsóknum á þessu sviði, stór hluti karla á vinnumarkaði sé feður og fjölskyldumenn.

Sigurbjörg segir að staða feðra á vinnumarkaði hafi lítið verið rannsökuð. Full þörf sé á fleiri rannsóknum á þessu sviði, stór hluti karla á vinnumarkaði sé feður og fjölskyldumenn. Rannsóknin hafi sýnt að karlar, rétt eins og konur, geti upplifað togstreitu á milli starfs og fjölskyldulífs.

„Báðir foreldrar ættu að geta verið heima með nýfæddu barni sínu án þess að hafa áhyggjur af því að missa vinnuna og það ætti að gilda jafn um konur og karla,“ segir Sigurbjörg. „ Feður sem höfðu stuðning frá vinnuveitanda sínum þegar kom að töku feðraorlofs upplifðu minni togstreitu milli vinnu og fjölskyldulífs, fremur var það vinnan sem auðgaði fjölskyldulífið og öfugt. Það er því mjög mikilvægt fyrir feður að finna fyrir stuðningi frá vinnuveitanda þegar kemur að töku feðraorlofs.“