Halldór Leví Ragnarsson
Halldór Leví Ragnarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir Halldór Leví Ragnarsson: "Rússneskir vísindamenn hafa endurreiknað sólvirkni seinustu þúsund ára og gert spá til ársins 3200."

Hvernig munu loftslagsbreytingar verða á næstu árum og áratugum? Munu sum svæði upplifa alvarlegri vetur, meðan önnur svæði upplifa heitari sumur? Það veltur á því hversu mikið loftslagið verður fyrir áhrifum af segulmagnaðri virkni sólar, segja rússneskir vísindamenn.

Rússneskir vísindamenn hafa endurreiknað sólvirkni seinustu þúsund ára og gert spá til ársins 3200.

Ritgerðin var gerð með framlögum frá Elena Popova úr Skobeltsyn Institute of Nuclear Physics (Lomonosov Moscow State University) og var birt í Scientific Reports. Vísindamenn hafa rannsakað þróunina á segulsviði sólar og fjölda sólbletta á yfirborði sólarinnar. Reglulega á ellefu ára fresti fer sólblettum fækkandi. Best þekkta lágmarkið á sólblettum er Maunder-lágmarkið, sem stóð yfir frá u.þ.b. 1645 til 1715. Á þessu tímabili voru um það bil 50 sólblettir í stað venjulegra 40.000 til 50.000. Greining á geislun sólar sýnir fram á að hámark og lágmark geislunar fellur nánast saman við hámark og lágmark sólbletta. Með því að rannsaka breytingar á fjölda sólbletta, greina innihald samsætna, eins og kolefni-14, beryllín-10 og annarra, í jöklum og trjám, hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að segulsviðsvirkni sólar endurtekur sig eftir reglulegu ferli. Hópur vísindamanna – Valentina Tarasova (Northumbria University, Englandi, Space Research Institute, Úkraína), Elena Popova (SINP, MSU), Simon John Shepherd (University of Bradford, England) og Sergei Zharkov (University of Hull, England) – greindu þrjár sólvirkniumferðir frá 1976 til 2009 með því að nota svokallaða „frumþáttagreiningu“, sem notast við stærsta gagnamagn vísindalegra athugana. Samanburður á niðurstöðum líkansins var framkvæmdur með merkjanlegum segulsviðsgögnum fyrir hringrás 21-23. Samkvæmt þessum mælikvarða varð reiknilíkan Popova mjög nálægt því sem einkennir segulsviðsstarfsemi sólar. Gefnar myndir sýna að sólvirkni minnkar verulega á 350 ára fresti. Komandi lækkun í sólvirkni hefur nú þegar hafist.

„Rannsóknir hafa sýnt að á síðustu 400.000 árum voru fimm hnattrænar hlýnanir og fjögur ísaldaskeið. Hvað olli þeim? Hve mikið getur sólvirkni haft áhrif á veður- og loftslagsbreytingar? Þessi spurning er enn ekki leyst og er afar viðeigandi og áhugavert verkefni fyrir hina ýmsu vísindamenn um allan heim. Það eru margar kenningar sem benda mismikið á áhrif sólar hvað varðar veðurfar og loftslag. Loftslagsfræðingar bjóða upp á ýmsa aðra þætti sem geta haft áhrif á gangverkun veðurfarsbreytinga jarðar. Slík kerfi er mjög flókin ólínuleg kerfi og frekari notkun á tölfræðilegum líkönum og greiningum á eldri gögnum getur hjálpað til við rannsóknina,“ segir Elena Popova. „Ef í náinni framtíð væri lágmark í sólvirkni, myndi það gefa okkur tækifæri til að sjá hvað gerist í loftslagsmálum og prófa núverandi kenningar um áhrif sólvirkni. Reyndar, jafnvel ef við byrjum frá hinni einföldu þekkingu á hringrásarferli sólarinnar, má segja að það sé nú þegar kominn tími fyrir hundrað ára lágmark þar sem seinasta lágmark var í byrjun 20. aldar. Auðvitað er nauðsynlegt að taka tillit til annarra þátta og ferla í andrúmsloftinu, en áskoranir hafa alltaf ýtt undir forvitni vísindamanna“.

Samantekt og þýðing:

Halldór Ragnarsson

http://www.eurekalert.org/pub_releases/2015-12/-

lmsu-wew120115.php

http://www.nature.com/articles/srep15689#f1

Höfundur er áhugamaður um sólareðlisfræði.

Höf.: Halldór Leví Ragnarsson