Dómari í Suður-Afríku hafnaði áfrýjun saksóknara á dómi yfir hlauparanum Oscar Pistorius. Ákæruvaldið taldi refsinguna of væga, en Pistorius afplánar nú sex ára dóm fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, á heimili þeirra.

Dómari í Suður-Afríku hafnaði áfrýjun saksóknara á dómi yfir hlauparanum Oscar Pistorius. Ákæruvaldið taldi refsinguna of væga, en Pistorius afplánar nú sex ára dóm fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, á heimili þeirra.

Enn getur saksóknari áfrýjað til æðsta áfrýjunardómstóls landsins til að fara fram á þyngri refsingu. Refsing Pistorius var ákveðin í júlí. Var meðal annars litið til þess að Pistorius segist hafa talið sig verið að skjóta innbrotsþjóf við ákvörðun refsingarinnar. Hámarksrefsingin sem hann hefði hlotið var fimmtán ára fangelsi.