Fossar Haraldur Þórðarson, forstjóri.
Fossar Haraldur Þórðarson, forstjóri. — Morgunblaðið/Eggert
Viðskiptavinir fjármálafyrirtækisins Fossa munu fá beinan markaðsaðgang að meira en 50 kauphöllum víða um heim, samkvæmt samkomulagi sem Fossar hafa gert við danska bankann Saxo Bank.

Viðskiptavinir fjármálafyrirtækisins Fossa munu fá beinan markaðsaðgang að meira en 50 kauphöllum víða um heim, samkvæmt samkomulagi sem Fossar hafa gert við danska bankann Saxo Bank. Þannig verður hægt að eiga bein viðskipti því sem næst hvar og hvenær sem er, í gegnum borðtölvu eða fartölvu, spjaldtölvu og snjallsíma, segir í tilkynningu frá Fossum.

Jafnframt segir að samkomulagið veiti aðgang að yfir 30 þúsund fjárfestingakostum, svo sem í hlutabréfum og skuldabréfum, gjaldeyri og skráðum verðbréfasjóðum.

Beini aðgangurinn að þessum fjárfestingakostum verður í gegnum heimasíðu Fossa og verður þjónustan aðgengileg á næstu vikum. Samstarf þetta er hluti af stefnu Fossa um að aukna áherslu á alþjóðlega starfsemi í kjölfar væntanlegrar losunar fjármagnshafta.