Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir mætir í Mengi í kvöld kl. 21 ásamt hópi góðra vina og flytur tónsmíðar af nýrri plötu sem mun að öllum líkindum koma út á næsta ári.
Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir mætir í Mengi í kvöld kl. 21 ásamt hópi góðra vina og flytur tónsmíðar af nýrri plötu sem mun að öllum líkindum koma út á næsta ári. Skipuleggjendur lofa seiðmagnaðri stund með Sóleyju sem lýsir væntanlegri plötu sinni sem leiðangri um von og eilíft sumar. Áður hafa komið út tvær breiðskífur með Sóleyju, þ.e. We Sink sem út kom 2011 og Ask the Deep árið 2015 og tvær smáskífur, Theater Island árið 2010 og Krómantík árið 2014.