[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
B irgir Leifur Hafþórsson , Íslandsmeistari úr GKG, komst örugglega í gegnum niðurskurð keppenda á Bridgestone-challenge mótinu á Englandi í gær. Birgir lék á 73 höggum á öðrum keppnisdegi sem er einu höggi yfir pari vallarins í Oxfordshire.

B irgir Leifur Hafþórsson , Íslandsmeistari úr GKG, komst örugglega í gegnum niðurskurð keppenda á Bridgestone-challenge mótinu á Englandi í gær. Birgir lék á 73 höggum á öðrum keppnisdegi sem er einu höggi yfir pari vallarins í Oxfordshire. Er hann samtals á fjórum höggum undir pari en keppendur þurftu að vera á þremur undir eða betra til að komast í gegnum niðurskurðinn. Birgir er í 49. sæti þegar mótið er hálfnað.

Kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Ísland er í 16. sæti á listanum eins og síðast þegar hann var gefinn út en af Evrópuþjóðum eru Íslendingar í 9. sætinu á eftir Sviss. Kanada hefur styrkt mest stöðu sína af bestu þjóðum heims og er í fyrsta skipti komið í fjórða sæti listans. Bandaríkin eru í fyrsta sæti á listanum og á eftir koma Þýskaland, Frakkland, Kanada og England sem er í fimmta sætinu.

Frakkinn Thierry Henry , fyrrverandi leikmaður Arsenal og Barcelona, hefur verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari Belga í knattspyrnu en belgíska knattspyrnusambandið greindi frá þessu í gær.

Fyrr í sumar var Roberto Martinez, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton, ráðinn þjálfari belgíska landsliðsins í stað Marc Wilmots sem ákvað að hætta eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar.