Helgi Júlíusson
Helgi Júlíusson
Landsbréf starfrækja sjóðinn Icelandic Tourism Fund, sem eingöngu fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu hér á landi.

Landsbréf starfrækja sjóðinn Icelandic Tourism Fund, sem eingöngu fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu hér á landi. Fjárfestingageta sjóðsins er rúmir fjórir milljarðar króna, en stærstu hluthafar eru Landsbankinn, Icelandair Group og nokkrir lífeyrissjóðir.

Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir mikinn áhuga til staðar um þátttöku í ýmsum verkefnum. Meðal verkefna sem sjóðurinn er hluthafi í eru hvalasýningin á Granda, Óbyggðasetur Íslands, íshellirinn í Langjökli, náttúrusýningin í Perlunni, fyrirhugað eldfjallasetur á Hvolsvelli og leiksýningin „The Icelandic Sagas – Greatest Hits“ í Hörpu. „Það eru klárlega mikil tækifæri þarna, sérstaklega er þörf fyrir meiri afþreyingu á kvöldin fyrir ferðamenn í Reykjavík og á stærri stöðum, þegar þeir koma heim á hótel eftir t.d. dagsferðir út úr borginni og vita ekki hvað þeir eiga að gera á kvöldin. Þess vegna ákváðum við að fjárfesta í leiksýningunni í Hörpu,“ segir Helgi.