Aukin þátttaka erlendra ferðamanna í menningartengdum viðburðum hér á landi sést vel í tölum um kortaveltu. Á fyrstu sjö mánuðum síðasta árs greiddu ferðamenn 2,1 milljarð með kortum fyrir menningu, afþreyingu og tómstundir hér á landi.

Aukin þátttaka erlendra ferðamanna í menningartengdum viðburðum hér á landi sést vel í tölum um kortaveltu.

Á fyrstu sjö mánuðum síðasta árs greiddu ferðamenn 2,1 milljarð með kortum fyrir menningu, afþreyingu og tómstundir hér á landi. Á sama tíma á þessu ári var kortaveltan í þessum útgjaldalið komin í 3,2 milljarða. Aukningin á milli ára er 53%.

Ef aðeins er tekinn sl. júlímánuður þá var erlend kortavelta í þessum útgjaldalið 942 milljónir króna, 39% meira en í sama mánuði 2015. Frá áramótum varð hlutfallsleg aukning á milli ára mest í febrúar sl., eða 86%.