Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn Víglundsson hætti í vikunni sem framkvæmdastjóri SA til að fara í framboð fyrir Viðreisn. Sá flokkur vill umbylta fiskveiðistjórnarkerfi landsins og hefur formaðurinn talað fyrir uppboðsleið.

Þorsteinn Víglundsson hætti í vikunni sem framkvæmdastjóri SA til að fara í framboð fyrir Viðreisn. Sá flokkur vill umbylta fiskveiðistjórnarkerfi landsins og hefur formaðurinn talað fyrir uppboðsleið.

Þegar Þorsteinn tók við sem framkvæmdastjóri SA fyrir þremur árum benti hann á að sterk staða íslensks sjávarútvegs væri afrakstur áratuga uppbyggingar sem byggðist á aflamarkskerfinu. Svo bætti hann við: „Það hvernig stjórnvöld hafa verið að grauta í fiskveiðistjórnunarkerfinu samfellt í fjögur ár hefur valdið óþarfa óvissu um rekstrarhorfur greinarinnar og hún hefur liðið mjög fyrir það.“

Hann sagði mikla svartsýni ríkja í atvinnugreininni „vegna þess að veruleg óvissa hefur verið um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið verði til framtíðar, bæði hvort verið væri að fara í fyrningu á aflaheimildum og hvert skattheimtustigið yrði á greininni og hvort hún gæti yfir höfuð risið undir þeim skattheimtuhugmyndum sem stjórnvöld voru með. Þetta er algjörlega óþolandi starfsumhverfi fyrir atvinnugreinina.“

Hann sagði enn fremur að halda þyrfti í grunneiginleika aflamarkskerfisins, sem eru eins og kunnugt er að aflaheimildir séu varanlegar og framseljanlegar. Hann sagði að kerfið þyrfti að vera „hafið yfir pólitískar deilur á hverjum tíma“ og að það væri „lífsnauðsynlegt að það sé stöðugleiki til áratuga en ekki fárra ára í senn.“

Hvernig fer þetta saman við sjónarmið formanns Viðreisnar?