Rodolfo Illanes, aðstoðarmaður innanríkisráðherra Bólivíu, var barinn til bana af námumönnum í verkfalli í fyrradag. Illanes var rænt ásamt lífverði sínum við vegartálma í fyrradag.

Rodolfo Illanes, aðstoðarmaður innanríkisráðherra Bólivíu, var barinn til bana af námumönnum í verkfalli í fyrradag.

Illanes var rænt ásamt lífverði sínum við vegartálma í fyrradag.

Námumennirnir voru tilbúnir að sleppa Illanes ef samið yrði um ný lög sem gæfu þeim m.a. rétt til að vinna fyrir einkafyrirtæki. Samningaviðræður mistókust og var Illanes barinn til bana.