Vísitölumæling Hagstofunnar fyrir júlí sýnir að verðlag hefur hækkað um 0,34% frá fyrra mánuði. Jafngildir þetta að 12 mánaða verðbólga sé 0,9% en sé húsnæðisliður vísitölunnar dreginn frá er verðhjöðnun í landinu síðastliðna 12 mánuði, sem nemur 0,9%.

Vísitölumæling Hagstofunnar fyrir júlí sýnir að verðlag hefur hækkað um 0,34% frá fyrra mánuði. Jafngildir þetta að 12 mánaða verðbólga sé 0,9% en sé húsnæðisliður vísitölunnar dreginn frá er verðhjöðnun í landinu síðastliðna 12 mánuði, sem nemur 0,9%.

Í upplýsingum frá Hagstofu segir að sumarútsölum sé víða lokið og verð hafi hækkað á fatnaði og skóm um 6,6% frá fyrra mánuði og það hafi áhrif til hækkunar vísitölunnar sem nemur 0,25%. Kostnaður við búsetu í eigin húsnæði hafi hækkað um 1,5% sem hafi 0,23% áhrif á vísitöluna til hækkunar. Þá hafi verð á bensíni og olíum lækkað um 4,1% sem hafi áhrif til lækkunar vísitölu um 0,15%. Jafnframt að verð á bílum hafi lækkað um 2,1% sem lækki vísitölumælinguna um 0,13%.

Þessi vísitölumæling er aðeins yfir því sem greiningardeildir viðskiptabankanna spáðu um miðjan mánuðinn. Íslandsbanki og Arion banki spáðu 0,8% ársverðbólgu og Landsbankinn spáði 0,7% verðbólgu á sama tímabili.