Upptökumaðurinn og hljóðverkfræðingurinn (e. audio engineer) Rudy Van Gelder dó á heimili sínu á fimmtudaginn, 91 árs gamall.
Gelder hefur verið talinn einn færasti hljóðmaður síns tíma og er m.a. sagður hafa skilgreint hljóðbragð á djassplötum á árunum 1950 til 1980. Sjálfur lagði hann mikið upp úr því að vera verkfræðingur, ekki framleiðandi. Hann stjórnaði ekki upptökum, réð ekki tónlistarmenn til sín né kom að efnisvali en hann hafði lokaorðið þegar kom að því hvernig hljómur hverrar plötu var.
Á áttunda áratugnum starfaði hann fyrir CTI records en fáar útgáfur hafa verið áhrifameiri í djassheiminum.