Tveir fulltrúar í verkefnastjórn 3. áfanga rammaáætlunar skila séráliti og leggja til að virkjunarkosturinn Hólmsárvirkjun við Atley verði færður úr biðflokki í nýtingarflokk. Fulltrúarnir eru Elín R.

Tveir fulltrúar í verkefnastjórn 3. áfanga rammaáætlunar skila séráliti og leggja til að virkjunarkosturinn Hólmsárvirkjun við Atley verði færður úr biðflokki í nýtingarflokk. Fulltrúarnir eru Elín R. Líndal frá Sambandi íslenska sveitarfélaga og Helga Barðadóttir sem tilnefnd er af iðnaðarráðherra.

Í sérálitinu segja fulltrúarnir að gerðar hafi verið ítarlegar rannsóknir á virkjunarkostum í Hólmsá. Kosturinn við Atley hafi verið niðurstaðan. Ítarlegt samráð hafi verið haft við heimamenn og útfærslan hafi verið sett inn í aðalskipulag Skaftárhrepps. Telja þeir að umhverfisáhrif virkjunarinnar og áhrifasvæði hennar yrðu fremur lítil, í samanburði við aðra virkjunarkosti sem fjallað er um.