Hásteik í Manhattan. V-Allir Norður &spade;73 &heart;ÁK4 ⋄972 &klubs;DG843 Vestur Austur &spade;ÁD952 &spade;84 &heart;853 &heart;D962 ⋄Á86 ⋄DG543 &klubs;62 &klubs;95 Suður &spade;KG106 &heart;G107 ⋄K10 &klubs;ÁK107 Suður spilar 3G.

Hásteik í Manhattan. V-Allir

Norður
73
ÁK4
972
DG843

Vestur Austur
ÁD952 84
853 D962
Á86 DG543
62 95

Suður
KG106
G107
K10
ÁK107

Suður spilar 3G.

Suður opnar í fjórðu hendi á einu grandi og makker hans lyftir beint í þrjú. Út kemur smár spaði og sagnhafi tekur fyrsta slaginn á gosann heima. En hvað gerir hann svo?

Það er ekki að sjá að margt sé í boði. Vissulega mætti kanna móinn með nokkrum laufum, en á endanum virðist sjálfgefið að svína í hjarta. Ef svíningin misheppnast er alltaf möguleiki á Á réttum. Og svo er aldrei að vita nema vörnin gefi níunda slaginn á spaða.

Spilið er frá „high-stake“ rúbertubrids í ónefndum klúbbi í Manhattan. Bestu geltirnir á slíkum stöðum láta borðtilfinninguna ráða ferðinni, enda þekkja þeir kúnnana sína betur en eigin lófa. Einn slíkur var í suður og þrumaði út hjartagosa í öðrum slag. Vestur hikaði merkjanlega áður en hann lét í slaginn. Gölturinn stakk þá upp ás og spilaði tígli á kónginn.

Og nú dúkkaði vestur leiftursnöggt!