Átök Guðmundur Guðmundsson
Átök Guðmundur Guðmundsson — AFP
Fréttastofa TV2 í Danmörku fullyrti í gær að Guðmundur Guðmundsson hefði vel getað verið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara karlalandsliðs Danmerkur í handknattleik og sendur heim frá nýafstöðnum Ólympíuleikum í Ríó.

Fréttastofa TV2 í Danmörku fullyrti í gær að Guðmundur Guðmundsson hefði vel getað verið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara karlalandsliðs Danmerkur í handknattleik og sendur heim frá nýafstöðnum Ólympíuleikum í Ríó.

Samkvæmt heimildum TV2 átti sér stað fundur þar sem mættir voru Ulrik Wilbek, fyrrverandi þjálfari danska liðsins og helsti forkólfur danska handknattleikssambandsins, og nokkrir leikmanna landsliðsins. Á fundinum eiga leikmennirnir að hafa tekið fyrir brottrekstur Guðmundar og viljað hafa hann áfram þegar Ulrik Wilbek bar upp spurningu um hvort reka ætti þjálfarann.

Í frétt TV2 kemur einnig fram að eftir sigur Dana á Ólympíuleikunum hafi Wilbek á ný fundað með leikmönnum og aftur viðrað þá hugmynd að segja Guðmundi upp störfum. Þá hafi leikmennirnir aftur þvertekið fyrir það. Ulrik Wilbek segir þó þetta alls kostar ósatt og að umræddur fundur hafi ekki átt sér stað. bgretarsson@mbl.is