Siggi og Nonni segja fimleikagrunninn vera góðan grunn fyrir hinar og þessar íþróttir. Þeir bjuggust þó ekki við að enda báðir í sirkus, hvað þá á Íslandi. „Sirkus Íslands hefur æft í Ármanni frá 2007. Ég prófaði nokkrum sinnum að kasta boltum og datt inn í þetta,“ segir Siggi.
Nonni hefur sýnt með sirkusnum í tvö ár. „Fimleikar og sirkus spila saman. Cirque du soleil eru að auglýsa á stórmótum eftir fimleikafólki. Það er til dæmis ein úr Cirque du soleil að kenna okkur, sem er mjög spennandi. Þetta er ákveðin list, fimleikar heita jú artistic gymnastics eða gymnastique artistique,“ segir Nonni með óaðfinnanlegum frönskum framburði.