Flugsýning á Reykjavíkurflugvelli Flugmálafélagið hefur staðið fyrir flugsýningum um langt árabil. Þær eru gjarnan mjög vel sóttar.
Flugsýning á Reykjavíkurflugvelli Flugmálafélagið hefur staðið fyrir flugsýningum um langt árabil. Þær eru gjarnan mjög vel sóttar.
Eitt af hlutverkum Flugmálafélagsins er að glæða áhuga almennings á flugmálum, og hefur félagið í því skyni haldið árlegar flugsýningar á Reykjavíkurflugvelli auk þess sem það hefur staðið fyrir Flughátíðinni á Hellu.

Eitt af hlutverkum Flugmálafélagsins er að glæða áhuga almennings á flugmálum, og hefur félagið í því skyni haldið árlegar flugsýningar á Reykjavíkurflugvelli auk þess sem það hefur staðið fyrir Flughátíðinni á Hellu. Matthías segir að fyrsta flugsýningin hafi farið fram mjög fljótlega eftir stofnun félagsins. Sýningin var haldin á Sandskeiði, af því að þá voru engir flugvellir til staðar og komu menn þar langt að.

Matthías segir að þessir viðburðir séu ávallt vel sóttir. „Flugsýningarnar á Reykjavíkurflugvelli hafa kveikt áhugann hjá ansi mörgum, að sjá vélarnar, geta skoðað þær og snert,“ segir Matthías og bætir við að ein fyrsta minning sín sé af slíkri sýningu. Friðbjörn Orri skýtur inn í að þetta séu líklega stærstu flugsýningar í heimi, miðað við höfðatöluna frægu!