Mývatnssveit Aðstöðuhúsið nýja sem er við Hverfell.
Mývatnssveit Aðstöðuhúsið nýja sem er við Hverfell. — Morgunblaðið/Birkir Fanndal.
Bygging með upphituðu salerni og afdrepi var tekin í notkun við aðalgönguleiðina á Hverfell í Mývatnssveit í vikunni. Umhverfisstofnun kostar framkvæmdina og mun reka aðstöðuna, sem til að byrja með veðrur án endurgjalds.

Bygging með upphituðu salerni og afdrepi var tekin í notkun við aðalgönguleiðina á Hverfell í Mývatnssveit í vikunni. Umhverfisstofnun kostar framkvæmdina og mun reka aðstöðuna, sem til að byrja með veðrur án endurgjalds. Innan tíðar verður tengdur þar kortasjálfsali og eftir það þarf að greiða fyrir þjónustu.

Unnið hefur verið við framkvæmdir undanfarin tvö sumur, byrjað var á því að leiða rafmagn á staðinn og síðan var borað þar eftir vatni. Um byggingu sá trésmiðjan Rein.

Mikill fjöldi gengur á Hverfell nánast allan ársins hring, enda leiðin greiðfær. Davíð Hansson, fulltrúi Umhverfisstofnunar, áætlar að um 30 þúsund manns hafi farið á fjallið í síðasta mánuði. Ekki hefur þó fengist fé til varanlegrar vegagerðar upp að mannvirkinu.

birkir@fanndal.is