Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson stýrði lærisveinum sínum í Randers til 1:0 sigurs á botnliði Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Ólafur Kristjánsson stýrði lærisveinum sínum í Randers til 1:0 sigurs á botnliði Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék allan leikinn á milli markstanga Randers sem var betri aðilinn í leiknum og hefði ef eitthvað er átt að vinna leikinn stærra fremur en Silkeborg að jafna metin.

Undir stjórn Ólafs hefur Randers byrjað deildina í Danmörku afar vel og er í þriðja sæti með 14 stig en hefur leikið leik meira en önnur lið í deildinni. Silkeborg er á botninum án sigurs eftir sjö leiki og hefur aðeins tvö stig.

Ólafur tók við Randers fyrir tímabilið og þjálfaði lið Nordsjælland í fyrra. Þaðan var Ólafur rekinn í desember í fyrra en lítið hefur gengið hjá Nordsjælland eftir brotthvarf Ólafs en liðið situr sem stendur í 11. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. bgretarsson@mbl.is