Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni taka þessa dagana þátt í úrtökumóti fyrir LPGA-atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Mótið fer fram í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni taka þessa dagana þátt í úrtökumóti fyrir LPGA-atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Mótið fer fram í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.

Ólafía, sem er Íslandsmeistari í golfi, lék frábært golf á fimmtudagskvöldið og kom inn á -4 eða 68 höggum (32-36). Hún er í 10.-13. sæti af alls 350 kylfingum. Valdís Þóra lék ekki vel, eða á 81 höggi (+9) (42-39), og er hún í 309. sæti. Þær léku báðar á Dinah-vellinum, en keppt er á þremur keppnisvöllum á þessu móti eftir því sem fram kemur á heimasíðu Golfsambands Íslands.

Bandaríska mótaröðin er sú sterkasta í heimi í kvennaflokki. 130 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurð keppenda eftir þrjá hringi á úrtökumótinu. Alls komast 90 efstu úr þessu móti inn á 2. stig úrtökumótanna en alls eru 3. stig áður en í ljós kemur hvaða kylfingar vinna sér inn þátttökurétt á LPGA á næsta ári. sport@mbl.is