Í ræðustól Tunne Kelam sagði að tími væri til kominn að takast á við drungalega sögu Sovétríkjanna.
Í ræðustól Tunne Kelam sagði að tími væri til kominn að takast á við drungalega sögu Sovétríkjanna. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Húsfyllir var í gær á samkomu Almenna bókafélagsins og ræðismanna Eystrasaltsríkjanna, í tilefni þess að Almenna bókafélagið endurútgaf tvær bækur um Eystrasaltslöndin í ljósi þess að rétt 25 ár voru í gær liðin frá því að Ísland var fyrst ríkja til að...

Húsfyllir var í gær á samkomu Almenna bókafélagsins og ræðismanna Eystrasaltsríkjanna, í tilefni þess að Almenna bókafélagið endurútgaf tvær bækur um Eystrasaltslöndin í ljósi þess að rétt 25 ár voru í gær liðin frá því að Ísland var fyrst ríkja til að endurnýja fyrri viðurkenningu sína á sjálfstæði Eystrasaltslandanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens.

Davíð Oddsson flutti ávarp á samkomunni en hann var forsætisráðherra þegar Eystrasaltsríkin voru viðurkennd á ný. Í ávarpi sínu sagði Davíð að helsta hlutverk Íslands og annarra Vesturríkja hafi verið að halda uppi neista frelsisins og að sýna ríkjunum, sem lentu undir stjórn Sovétríkjanna, að þau ættu bandamenn fyrir vestan.

Tunne Kelam, einn af leiðtogum sjálfstæðisbaráttu Eistlands, flutti einnig kröftuga ræðu. Sagði hann að tími væri til kominn að takast á við drungalega sögu Sovétríkjanna.