Norðurey Íbúar borgarinnar Gisborne fundu vel fyrir jarðskjálftanum.
Norðurey Íbúar borgarinnar Gisborne fundu vel fyrir jarðskjálftanum. — Ljósmynd/Wikipedia
Jarðskjálfti af stærðinni 7,1 varð í gær úti fyrir ströndum Nýja-Sjálands. Upptök hans eru áætluð á um 30 kílómetra dýpi og 167 kílómetrum utan við borgina Gisborne á austurströnd Norðureyjar.

Jarðskjálfti af stærðinni 7,1 varð í gær úti fyrir ströndum Nýja-Sjálands. Upptök hans eru áætluð á um 30 kílómetra dýpi og 167 kílómetrum utan við borgina Gisborne á austurströnd Norðureyjar.

Fréttaveita AFP greinir frá því að um 300 heimili hafi misst rafmagn í kjölfar skjálftans og að fulltrúar almannavarna á svæðinu hafi gefið út flóðbylgjuviðvörun.

Engar fregnir höfðu í gær borist um skemmdir á mannvirkjum né heldur slys á fólki.