Glæsilegt Verk Guido van Helten af ungri stúlku blasir við í nýbyggingunni.
Glæsilegt Verk Guido van Helten af ungri stúlku blasir við í nýbyggingunni. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fjöldi listamanna hefur lagt nótt við nýtan dag til að skreyta hinar ýmsu byggingar í fátækrahverfinu Ecatepec de Morelos í Mexíkóborg.

Fjöldi listamanna hefur lagt nótt við nýtan dag til að skreyta hinar ýmsu byggingar í fátækrahverfinu Ecatepec de Morelos í Mexíkóborg. Markmiðið með nýju litríku vegglistinni er að gleðja farþega nýrrar togbrautarvagnaleiðar sem tekin verður í gagnið síðar á þessu ári.

Einn af þeim sem gerði verk var Guido Van Helten frá Ástralíu en hann hefur unnið hér á landi í töluverðan tíma. Meðal annars gerði hann veggmyndir sem skreyta Héðinshús á eftirminnilegan hátt, stórt verk eftir hann var sett upp á Akureyri í Listagilinu af skáldinu og ljósmóðurinni Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum, og þá málaði hann myndir eftir RAX þegar Skugga-Hótel var opnað í fyrra. Verkin hafa vakið verðskuldaða athygli víða um heim og eru lofuð í hástert. benedikt@mbl.is