Vinir Robinson Crusoe vingast við dýrin sem á eyðieyjunni búa.
Vinir Robinson Crusoe vingast við dýrin sem á eyðieyjunni búa.
War Dogs Hasarmyndin War Dogs er byggð á sannri sögu þeirra Davids Packouz og Efraims Diveroli sem árið 2007 lönduðu 300 milljóna dollara vopnasölusamningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega tvítugir að aldri.
War Dogs

Hasarmyndin War Dogs er byggð á sannri sögu þeirra Davids Packouz og Efraims Diveroli sem árið 2007 lönduðu 300 milljóna dollara vopnasölusamningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega tvítugir að aldri. Mál tvímenninganna, þ.e. hvernig þeir fóru að því að útvega vopn og skotfæri, leiddi til þess að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þurfti að endurskoða frá grunni verkferlið sem notað var í vali á þeim sem fengu vopnasölusamninga við það. Leikstjóri er Todd Phillips og meðal leikara eru Miles Teller og Jonah Hill.

Rotten Tomatoes: 60%

Metacritic: 57/100

Robinson Crusoe

Líkt og titillinn gefur til kynna byggir teiknimyndin Robinson Crusoe lauslega á samnefndri skáldsögu eftir Daniel Defoe sem út kom árið 1719. Robinson Crusoe skolar á land á lítilli eyju úti á ballarhafi og byrjar að reyna að koma sér fyrir. Á eyjunni búa ýmis dýr sem til að byrja með eru hálfsmeyk við nýja gestinn, en taka hann fljótlega í sátt. Málin taka hins vegar óvænta og alvarlega stefnu þegar undirförul og illa innrætt kattakvikindi af sjóræningjaætt ganga á land með það að markmiði að leggja hana alfarið undir sig. Leikstjóri íslensku talsetningarinnar er Rósa Guðný Þórsdóttir, en í helstu hlutverkum eru Arnmundur Ernst Backman Björnsson, Björgin Franz Gíslason og Lára Sveinsdóttir.

Ekki fannst nein samantekt á erlendum dómum. IMDb: 5,4