Harpa Þorsteinsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er ólétt og því er ekki víst að hún muni klára tímabilið með Stjörnunni. Harpa er komin 13 vikur á leið samkvæmt fotbolti.net og á að eiga í byrjun mars á næsta ári.

Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er ólétt og því er ekki víst að hún muni klára tímabilið með Stjörnunni. Harpa er komin 13 vikur á leið samkvæmt fotbolti.net og á að eiga í byrjun mars á næsta ári. Nánast öruggt er að Ísland spili á EM næsta sumar og óvíst er því með þátttöku Hörpu á mótinu.

„Ég vil ekki ákveða strax að ég fari ekki á EM en ef við erum raunsæ er það mjög langsótt. Þetta er mjög stuttur tími og það eru margar stelpur að spila vel svo að það er ekkert gefið að ég verði landsliðsfær þó að ég verði eitthvað byrjuð að spila fótbolta,“ segir Harpa, sem gengur nú með sitt annað barn og hefur því reynslu af að snúa aftur eftir barnsburð. yrkill@mbl.is