Þjóðskrá Íslands hefur umsjón með útgáfu vegabréfa og þurfa umsækjendur að mæta í eigin persónu á umsóknarstað hérlendis eða í tiltekin sendiráð.

Þjóðskrá Íslands hefur umsjón með útgáfu vegabréfa og þurfa umsækjendur að mæta í eigin persónu á umsóknarstað hérlendis eða í tiltekin sendiráð. Á vef stofnunarinnar segir að samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) sé „gerð sú krafa að vegabréf þurfi að vera véllesanlegt til að teljast gilt ferðaskilríki“ Ennfremur að hafi vegabréf verið framlengt „telst það ekki lengur véllesanlegt vegabréf og því ekki gilt sem ferðaskilríki“.

Sérstakan búnað þarf til að taka við umsóknum um vegabréf og er hann m.a. í sendiráðinu í London og Kaupmannahöfn. Lilja Marteinsdóttir bendir á að málið væri auðveldara viðfangs byggi hún í Evrópu. „Það er undarlegt að þurfa að ferðast yfir hálfan hnöttinn frá tveimur ungum börnum bara til þess að endurnýja vegabréf, að það skuli ekki vera hægt að gera þetta á netinu.“ Hún bætir við að yngri börnin megi ekki ferðast til Evrópu nema á íslenska vegabréfinu og því sjái hún fram á margföld vandamál með tilheyrandi kostnaði í náinni framtíð, að öllu óbreyttu.