Á Spáni Fjölskyldan í Orihuela á Alicante í ágúst sl. Frá vinstri: Anna Lea, Rakel Eva, Alexandra Ósk, Sóley Eva og Guðjón Örn.
Á Spáni Fjölskyldan í Orihuela á Alicante í ágúst sl. Frá vinstri: Anna Lea, Rakel Eva, Alexandra Ósk, Sóley Eva og Guðjón Örn.
Anna Lea Gestsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun, á 40 ára afmæli í dag. Hún er Sauðkrækingur en öll starfsemi Byggðastofnunar fer fram á Sauðárkróki og vinna þar 24 manns.

Anna Lea Gestsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun, á 40 ára afmæli í dag. Hún er Sauðkrækingur en öll starfsemi Byggðastofnunar fer fram á Sauðárkróki og vinna þar 24 manns.

„Ég starfa á þróunarsviði og felur það í sér mjög fjölbreytt og mismunandi verkefni. Í sumar hef ég verið mikið að vinna í Erasmus+ verkefni. Samstarfsaðilar í verkefninu eru sjö talsins og koma frá Bretlandi, Króatíu, Búlgaríu og Litháen en auk Vinnumálastofnunar á Íslandi tekur Byggðastofnun þátt í verkefninu. Verkefnið snýst um að efla atvinnusköpun frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni. Svo er ég þessa dagana að greina staðsetningar ríkisstarfa og kynjaskiptingu þeirra.“ Anna Lea er með BS-gráðu í viðskiptafræði og MBA-gráðu. Svo er hún að klára meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja (MCF), allt frá háskólanum í Reykjavík.

„Áhugamálin eru að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum á einn eða annan hátt. Svo tekur skólinn mikinn tíma en það eru tíðar ferðir í höfuðborgina og margar lotur sem þarf að taka í náminu.

„Það verður fjölskyldugleði í dag í tilefni afmælisins og partí um helgina sem haldið verður í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi. Það verður fjölmenni á tjaldsvæðinu, á gistiheimilum og á ættaróðalinu Páluhúsi, en pabbi er frá Hofsósi og eiga hann og systkini hans húsið sem þau ólust upp í.“

Eiginmaður Önnu Leu er Guðjón Örn Jóhannsson, íþróttakennari og verkefnastjóri í Árskóla á Sauðárkróki. Börn þeirra eru Alexandra Ósk 16 ára og tvíburarnir Rakel Eva og Sóley Eva 8 ára.